Þorrablót í GT

Þorrablót GT var haldið föstudaginn 9. janúar. Blótið var haldið í skólanum og hófst klukkan 11:30. Nokkuð hefðbundið form var á blótinu. Allir bekkir voru með skemmtiatriði sem vöktu mikla lukku, sunginn var þorrabragur eftir Davíð Davíðsson frá Sellátrum, en hefð er á blótum Tálknfirðinga að bragur þessi sé kveðinn við raust. Formið þekkja Tálknfirðingar og aðrir sem hafa setið blót hér en fyrir hina sem minna vita þá er um að ræða kraftmikinn brag um þorramatinn sjálfan og hvernig hans er best neytt. Forsöngvari syngur braginn með drynjanda miklum og blótsgestir taka undir í svipaðri tóntegund eða með eigin nefi. Að sjálfsögðu voru líka sungin hefðbundin þorrablótslög inn á milli þess sem gestir gæddu sér á gómsætinu. Ekki var að sjá annað en allir skemmtu sér og tækju hraustlega til matar síns, nokkrir smökkuðu jafnvel hákarl í fyrsta sinn. Var nokkuð misjafn svipurinn á þeim eftir þá lífsreynslu sem vonlegt er.

blót06


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband