Færsluflokkur: Bloggar
18.4.2007 | 23:39
Er ekki rauður dagur á morgun?
Ykkar elskulegur settist niður í kvöld og fitlaði smá stund við fjarstýringuna, ekki að það sé honum neitt sérstakt áhugamál frekar en öðrum karlmönnum. Við "fitlið" komst ykkar ástkær að því að það var nákvæmlega ekkert um að vera áhugavert á sjónvarpsstöðvum sem hann kemst yfir dags daglega. Sum sagt Ruv, n2, skjár 1, sirkus, popppp tíví, sííín, n2 bíó, hmmm eru þær nokuð fleiri hérna á Tálknafirði?? Jæja, semsagt engin bíómynd, hvurgi nokkursstaðar eða neitt annað skemmtilegt. Á 1 Tehehehran auðkýfinganna, Oprahhhooojjj og svo framvegis. Hvar eru bíómyndirnar fyrir áskrifendurna á síðasta degi vetrar. Öðruvísi mér áður brá í sveitinni þegar bara var RÚV. Þá var alltaf góð mynd á síðasta degi vetrar. Og pabbi hallaði sér aftur í gamla stólinn sem hann fékk í afmælisgjöf á fimmtugs afmælinu. Mamma lét jafnvel eftir sér að nöldra minna í honum en dags daglega. Bara af því að það var góð bíómynd og það var síðasti dagur vetrar. Nú borgar maður fleiri þúsund eitthvað og veit að bráðum verður ekkert val, ekkert hægt að streitast við. SKATTURINN sér til þess. Sá góði maður!!!!
Bíó takk fyrir eða eitthvað sem hægt er að horfa á.
Kvart, kvein og nöldur ehf.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.2.2007 | 23:02
Þorrablót í GT
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2006 | 22:26
Jólasveinarnir koma??!!
Bloggari lagði land undir dekk á föstudag seinnipartinn, eftir að hafa setið yfir í prófi hjá nemanda í fjarnámi, en auðsótt mál hefur verið hjá þeim "fjölda" fjarnámsnema á framhalds- og háskólastigi sem hér býr að fá að taka próf sína í skólanum, inn í þorp. Ætlunin var að njóta þess atburðar sem merkur þykir á aðventu og er tendrun ljósa á jólatré þorpsins. Í fyrra var ljómandi hátíð þar sem fjöldi bæjarbúa lagði leið sína á Lækjartorg, hvar tréð stendur, til að gleðjast. Jólasveinarnir kíktu við og viðstaddir sungu saman nokkur lög. Ekki var þessu fyrir að fara núna þrátt fyrir að auglýst hafi verið á vef hreppsins að jólasveinarnir myndu kannski láta sjá sig. Ekki bólaði á sveinunum góðu og smáfólkið sem skoppaði glatt um grund varð nokkuð vonsvikið en lét samt á litlu bera. Það er kannski ekki skrítið að sveinarnir hafi ekki látið sjá sig þar eð yfirsveinkan var jú ekki heima til að hafa stjórn á uppákomunni. Heimamenn eru raunar orðnir nokkuð lúnir á fjarveru yfirmanns sveitarfélagsins og ekki bætir "vara" yfirmaðurinn þá fjarveru upp. Hann er jafnvel meira í burtu ef eitthvað er. Ekki það að ég sakni þeirra en það færi nú betur á því að forsvarsmenn sveitarfélagsins væru meira heima hjá sér en raunin er.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2006 | 16:56
Föstudagur til frama??
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2006 | 21:08
Þá hefst bloggið
Gott kvöld gott fólk.
Hér ætlar undirritaður að tjá skoðanir sínar á hinum ýmsu málum ef svo vill eða þá að gera eitthvað annað skemmtilegt við síðuna. Heyrumst síðar.
inkjar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2006 | 21:04
Fyrsta bloggfærsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)